Hámarksárangur í líkamlegri þjálfun, tækniatriðum og hreyfifærni. Keppnisrútína og markmiðssetning
AÍÞR2HÁ02
3
Afreksíþróttir
Hámarksárangur í líkamlegri þjálfun, tækniatriðum og hreyfifærni
Samþykkt af skóla
2
2
Áfanginn er eingöngu ætlaður nemendum á íþróttafrekssviði og er kenndur í samráði við íþróttafélag nemandans. Áfanginn er miðaður við að nemandinn geti stundað sína íþróttagrein samhliða skóla og er einstaklingsmiðaður. Í þessum áfanga er unnið er út frá því að ná hámarksárangri í allri getu og í markmiðssetningu útfrá persónuleika og sjálfstrausti. Unnið er í að þróa keppnisrútinuna.
AÍÞR2UA02
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
allri þeirri tækni sem þarf til að ná hámarksárangri
þeirri hreyfifærni sem þarf til að ná hámarksárangi
hvaða þolæfingar henta til að ná hámarksárangri
að styrktarþjálfun er mikilvægasti þáttur þjálfunar
að liðleikaþjálfun er mikilvægur þáttur þjálfunar til að vera með góða hreyfifærni
að persónuleiki og þarfir hafa áhrif á markmiðssetningu og sjálfstraust
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita fullkomnum tækniæfingum og að þróa allar grunn- og sérhæfðar tækniæfingar sem þarf til að ná hámarksárangri
beita nánast fullkominni hreyfifærni og að þjálfa áfram grunn- og sérhæfðar hreyfiæfingar til að ná hámarksárangri
þjálfa áfram allt grunn- og sérhæft þol til að ná hámarksárangri
halda áfram að þjálfa allan grunn- og sérhæfðan styrk til að ná hámarksárangri
beita réttum liðleikaæfingum til að fullkomna sína hreyfifærni
vinna með jákvætt hugarfar og efla hugrekki til framkvæmda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota tæknina til að fullkomna sig sem íþróttamann og fylgja eftir þeirri tækni sem þegar hefur verið náð
nota rétta hreyfifærni til að fullkomna sig sem íþróttamann og fylgja eftir þeirri færni sem þegar hefur verið náð
fylgja eftir því þoli sem viðkomandi hefur náð og bæta við það með réttum þolæfingum
beita réttum styrktaræfingum, fylgja eftir þeim styrk sem viðkomandi hefur náð og kunna aðferðir til að þjálfa styrk sem gerir manni kleift að fullkomna sig sem íþróttamann
fylgja og bæta við þann liðleika sem viðkomandi hefur náð
finna út hvað keppnisrútina hentar hverju sinni
bæta markmiðin sín og geta breytt markmiðum sínum miða við breytingu á getu og hugarfari
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.