Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455526460.65

    Leikhúsmenning, leiksýningar og íslenskar kvikmyndir
    ÍSLE1LK05(ST)
    60
    íslenska
    Leikhúsmenning, leiksýningar og íslenskar kvikmyndir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    ST
    Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að kynnast íslensku leikhúslífi og íslenskum kvikmyndum. Fylgst verður með hvaða sýningar eru í gangi hverju sinni. Nemendur sækja leiksýningu og fara í kynnisferð í leikhús. Kynntar verða íslenskar kvikmyndir og farið í kvikmyndahús. Fjallað verður um sögu, einkenni og skemmtanagildi leikhúss og kvikmynda. Fjallað verður um starfsemi áhugamannaleikhúsa og sjálfstæðra leikhópa.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvert er hægt að fara í leikhús/kvikmyndasýningar
    • hvar er hægt að nálgast upplýsingar um leikhússýningar/kvikmyndasýningar
    • hvar og hvernig er hægt að kaupa miða
    • sögu leikhúss og íslenskra kvikmynda í víðu samhengi
    • starfsemi áhugamannaleikhúss
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sækja leiksýningu/kvikmyndasýningu
    • gera grein fyrir leikhús upplifun sinni
    • greina mismunandi innihald og boðskap í leikhúsverkum/kvikmyndum
    • skilja mun á áhugamannaleikhúsi og leikhúsi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mynda sér skoðun á leiksýningum/kvikmyndum
    • taka þátt í umræðum á gagnrýnin hátt
    • hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
    • gera sér grein fyrir að saga leikhúss og kvikmynda eru hluti af menningararfi Íslendinga
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.