Einkenni og boðskapur ljóða, söng- og dægurlagatexta og ljóðagerð.
Samþykkt af skóla
1
5
ST
Fjallað verður um helstu einkenni ljóða/söngtexta og lögð áhersla á mismunandi uppbyggingu og form þeirra. Lesin verða ljóð og rýnt í boðskap þeirra. Nemendur spreyta sig á ljóðagerð. Farið verður í boðskap dægurlagatexta úr menningarheimi nemenda út frá áhuga hvers og eins.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mismunandi gerðir ljóða/söngtexta og dægurlagatexta
hugtökum sem tengjast ljóðum
innihaldi ljóða/söngtexta og dægurlagatexta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og fara með ljóð/söngtexta og dægurlagatexta
greina mismunandi ljóð/söngtexta og dægurlagatexta
semja ljóð
átta sig á gildi dægurlagatexta í félagslegu samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita gagnrýnni hugsun varðandi boðskap ljóða/söngtexta og dægurlagatexta
nýta sköpunargáfu sína og hugmyndaflug í ljóðagerð
hlusta á og virða verk annarra
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.