Áhersla lögð á hugtakaskilning í tengslum við viðfangsefni áfangans. Unnið verður með grunnaðgerðir stærðfræðinnar, almenn brot, tugabrot, peningaþjálfun, prósentur.
Áhersla lögð á að nýta upplýsingatækni í stærðfræði.
Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnaðgerðum stærðfræðinnar
grunnhugtökum stærðfræðinnar
viðeigandi hugtökum
peningum og gildi þeirra
almennum brotum
tugabrotum
prósentum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita viðeigandi aðgerðum og nota þær á réttan hátt
nota viðeigandi hugtök
nota peninga
beita almennum brotum og tugabrotum við útreikninga
nota prósentureikning
nota viðeigandi hugtök í daglegu máli
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér grunnaðgerðir stærðfræðinnar í daglegu lífi
nýta sér hugtök tengdum peningum og prósentum í daglegu máli
nýta sér peninga í daglegu lífi og reiknað út afslátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.