Áhersla verður lögð á að efla alla grunnþætti, s.s. málskilning, málnotkun, lestur, hlustun og ritun. Nemendur eru þjálfaðir í að skilja einfalt talað mál, tjá sig munnlega og skriflega, lesa og hlusta á einfalda texta um fjölbreytt málefni. Mest er unnið með orðaforða sem tengist daglegu lífi nemenda með áherslu á að auka sjálfstraust til að tjá sig á tungumálinu. Megin áhersla verður lögð á að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa, með þeim kennsluaðferðum og hjálpargögnum sem henta hverjum og einum. Nemendur æfa orðaforða út frá áhugamálum sínum eða áhugasviði. Þeir lesa einfaldan texta sem fjallar um áhugasvið þeirra og eflast í að tjá sig munnlega og skriflega um áhugasvið sitt.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einföldum orðaforða í tengslum við efni áfangans
orðaforða sem tengist daglegu lífi og athöfnum
lestri og ritun einfalds texta
mikilvægi hlustunar í tungumálanámi
upplýsingatækni sem nýtist í tungumálanámi
orðaforða í tengslum við áhugamál sitt
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
lesa og hlusta á einfaldan texta og vinna verkefni tengd honum
byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum
svara einföldum spurningum um daglegt líf
fylgja eftir og taka þátt í einföldum samræðum
byggja upp og bæta við orðaforða út frá áhugamáli
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
vinna á fjölbreyttan hátt með einfaldan texta
beita virkri hlustun til að skilja inntak samræðna sem eiga sér stað í kennslustund
taka virkan þátt í umræðum á ensku um fjölbreytt málefni
sýna frumkvæði og sjálfstæði í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna sem nýtast í tungumálanámi
auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
nýta orðaforða og þekkingu sem tengist áhugamáli eða áhugasviði
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.