Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455720501.43

    Tölvu- og nettækni grunndeildar B
    TNTÆ2GB05
    5
    Tölvu og nettækni grunnnáms rafiðna
    Grunndeild B
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    FB
    Í áfanganum er lögð áhersla á nemendur kynnist stafrænni tækni og og að þeir nái tökum á grundvallaratriðum hennar. Áfanginn er beint framhald af áfanganum TNTÆ1A3. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólska algebru til þess að skilgreina virkni rökrása. Þeir læra hvernig má einfalda þær með hjálp Karnaugh-korta. Nemendur kynnast samrásum og virkni þeirra. Smárásir sem skoðaðar verða eru m.a. samlagningarrás, samanburðarrás, kóðabreytir, línuveljari, teljari og hliðrunarsérminni. Virkni lása og vippna er krufin svo og samstilltir og ósamstilltir teljarar.Lögð skal áhersla á notkun hermiforrita við prófun rásanna. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti hannað eina rás fyrir prentplötu, útbúið prentplötu fyrir þá rás, komið fyrir íhlutum og prófað. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d. í skynjararásir ýmiskonar.
    Samkvæmt skólanámskrá
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Notkun bólskrar algebru og sannleikstaflna við skilgreiningu á virkni rökrása.
    • Notkun Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum.
    • Virkni helstu samrása.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita bólskri algebru til einföldunar á rökrásum.
    • Nota Karnaugh-kort sömuleiðis til einföldunar á rökrásum.
    • Tengja samrás í hermiforriti og prófa.
    • Hanna og smíða litla prentrás fyrir samrás.
    • Forrita litla örgjörva.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Öðlast stafrænt læsi sem felst í að skilja virkni helstu rökrása.
    • Beita mælitækjum við að prófa rökrásir.
    • Beita tölvuhermiforritum til prófunar á rökrásum.
    • Hanna prentrás fyrir rökrás.
    • Lóða saman íhluti á prentrás
    • Forrita örgjörva eftir ákveðinni forskrift.
    Námsmat Gert er ráð fyrir að námsmat sé margþætt þannig að hægt sé að prófa skilning á efni, reikninga, mælingar og skýrslur.