Í áfanganum verður farið í grunnuppbyggingu stærðfræðinnar, sannanir, rúmfræði flatarins, þríhyrningar, hringir, horn, hornaföll, hnitareikning, mengjareikning, veldi og rætur, brot, margliður og lógaritma.
Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða STÆR2VM05 eða yfir 9 í einkunn í STÆR1RJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnuppbyggingu stærðfræðinnar
rúmfræði í fletinum
hornaföllum í rétthyrndum þríhyrningi
hnitakerfi og beinni línu
velda- og rótarreikningi
tölum, mengjum og algebru
algengum reiknireglum og algebrubrotum
margliðum
logaritma
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota hornaföll
nota táknmál stærðfræðinnar
nota reiknivél við lausn þeirra verkefna sem tilheyra áfanganum
deila margliðudeilingu
nota veldareglur
beita mengjaaðgerðum
meðhöndla brot
beita stærðfræðilegri framsetningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota jöfnur við lausn ýmissa rúmfræðiverkefna
nota hornaföll
nota hnitakerfi
vinna með margliður
nota lógaritmareglur
beita skipulegum aðferðum við leit að lausn verkefna og geta útskýrt aðferðir sínar
fylgja röksemdafærslum og skilja þær
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá