Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455807011.72

    Þýska 2, evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a2
    ÞÝSK1AU05
    83
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig a2
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi A1-A2 í Evrópska tungumálarammanum. Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér og unnið er að því að auka enn frekar færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Áfram er unnið með orðaforða sem tengist daglegu lífi og nánasta umhverfi nemandans, daglegum athöfnum, ferðalögum o.s.frv. Orðaforði eykst jafnt og þétt og ný málfræðiatriði eru kynnt til sögunnar og æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Haldið er áfram að flétta inn í kennsluna upplýsingum um staðhætti, menningu og samskiptavenjur í þýskumælandi löndum.
    ÞÝSK1BÞ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • helstu grundvallarþáttum málkerfisins
    • helstu reglum framburðar og tónfalls
    • þýskumælandi löndum, menningu þeirra, samskiptavenjum og siðum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skila talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og fylgja einföldum munnlegum fyrirmælum
    • lesa lengri og þyngri texta sem innihalda algengan orðaforða, greina á milli aðal- og aukaatriða og vinna úr textunum á mismunandi hátt
    • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita viðeigandi kurteisis- og málvenjum
    • afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita viðeigandi kurteisis- og málvenjum
    • skrifa stutta texta í nútíð og núliðinni tíð, t.d. bréf, skilaboð, samtöl, leiðarlýsingar, o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt
    • skilja meginatriði lengri og þyngri texta sem innihalda algengan orðaforða
    • meta eigið vinnuframlag, framfarir og kunnáttu
    • halda áfram að tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunámsins og öðlast trú á eigin kunnáttu í faginu.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá