Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455807060.02

    Lestur, ritun og tjáning
    ÍSLE2RL05
    95
    íslenska
    lestur, ritun og tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur læra málnotkun, ritun og bókmenntir. Í áfanganum þjálfast þeir í sjálfstæðum vinnubrögðum og einnig að vinna með öðrum. Fjölbreyttar nálganir og sköpun virkjuð. Ritun: Góð ritun er samsett úr sex þáttum, unnið er sérstaklega með hvern þátt fyrir sig í skapandi skrifum. Ein stærri ritgerð. Bókmenntir og lestur: Lesnar eru 2-3 bækur, þar af ein nútímasaga og ein stutt Íslendingasaga auk styttri texta. Nemendur rýna í texta til dýpri skilnings. Málnotkun: Þjálfun í meðferð og greiningu tungumálsins sem helst í hendur við skapandi lestur.
    Hæfnieinkunn B úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim þáttum ritunar sem ritfær maður þarf að hafa á valdi sínu
    • ýmsum þáttum íslenskrar tungu sem tengjast málfræði og málfari
    • fornum og nýjum textum og aðferðum til að bæta skilning sinn á þeim
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa fjölbreytilega texta
    • draga saman og nýta upplýsingar úr ýmiss konar textum og flétta saman við eigin hugmyndir
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
    • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk frá ýmsum tímum
    • skapa eigin hugverk upp úr því sem hann les og flytja fyrir aðra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið
    • styrkja eigin málfærni og tungutak
    • beita íslensku máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum og komast að niðurstöðu
    • túlka texta þó merkingin liggi ekki á yfirborðinu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá