Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455807675.92

  Inngangur að sálfræði
  SÁLF2IS05
  59
  sálfræði
  inngangur að sálfræði
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Þetta er grunnáfangi í sálfræði og ætlað að kynna nemendum fræðigreinina sálfræði, eðli hennar, sögu og þróun. Helstu sálfræðistefnur eru kynntar og grunnhugtök. Þá er fjallað um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega. Fjallað er sérstaklega um námssálfræði bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms, einkum einfalt nám (tengslanám). Þau læra um mismunandi tegundir minnis og hagnýtar minnistækniaðferðir. Fjallað er aðeins um samspil hugsunar, hegðunar og tilfinninga.
  Hæfnieinkunn C í samfélagsgreinum úr grunnskóla eða 1. þrep í íslensku
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • umfangi og viðfangsefnum sálfræðinnar
  • þeim vísindalegu vinnubrögðum sem tíðkuð eru í greininni
  • helstu þáttum í sögu sálfræðinnar
  • meginsjónarmiðum innan greinarinnar (hugfræði, sálkönnun, atferlisstefnu, líffræðilegu sjónarmiði og mannúðarsálfræði)
  • ýmsum rannsóknum og kenningum um minni, t.d. kenningum um þrískiptingu minnis, mismunandi stig og tegundir minnis
  • líffræðilegum undirstöðum kenninga
  • námskenningum bæði viðbragðsskilyrðingu og virkum skilyrðingum ásamt fleiri þáttum tengdum námi
  • réttri notkun heimilda
  • ýmsu sálfræðitengdu eins og geðheilsu, geðröskunum, starfsemi heila og tauga og HAM
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilgreina, útskýra og beita helstu hugtökum greinarinnar
  • gera einfaldar tilraunir og aðrar einfaldar rannsóknir
  • móta hegðun með jákvæðri styrkingu
  • leita sér gagnlegra upplýsinga um sálfræðileg efni
  • skrifa stuttan og skýran texta um sálfræðileg efni
  • vísa til heimilda á réttan hátt
  • lýsa því hvernig mismunandi sjónarmið sálfræðinnar geta skýrt sama atvikið á mismunandi hátt
  • beita hugtökum viðbragðsskilyrðingar og virkra skilyrðinga
  • átti sig á mismundi einkennum geðraskana og hvenær og hvert er hægt að leita aðstoðar
  • rökræða um sálfræðileg álitamál
  • svara skriflega eða munnlega spurningum um efnið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • hanna og gera einfaldar rannsóknir og skrifa skilmerkilegar skýrslur um þær eftir þeim reglum sem tíðkast
  • skilja einföld sálfræðileg lögmál eins og virkar skilyrðingar og geta mótað hegðun með jákvæðum styrkjum (eða vitað hvernig það gerist og hvaða aðferðir eru áhrifaríkastar), vita hvernig hægt er að bregðast við fælni og fleira
  • kunna að afla sér staðgóðrar þekkingar og yfirfæra þekkingu yfir á eigið líf
  • bera kennsl á fáeinar geðraskanir t.d. þunglyndi eða geðklofa (misjafnt hvað er farið í) og vita hvert eða hvernig er best að leita hjálpar
  • geta nýtt sér þekkingu á minni og námi til að auðvelda sér skólanám (nýta það í daglegu lífi)
  • geta lesið úr tölfræðilegum gögnum og metið gæði rannsókna sem lesið er um í fjölmiðlum
  • skilja fjölbreytileika fólks og hafa nokkurt umburðarlyndi með því
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá