Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455808401.85

    Sálfræði
    SÁLF3GH05
    49
    sálfræði
    Geðsálarfræði og geðheilbrigði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum vinnur nemandi mikið sjálfstætt að því að lesa frekar þungt efni (á ensku) og vinna upp úr því ýmis verkefni. Farið er í sögu meðferða, ólík sjónarmið innan sálfræði eru kynnt, og ólíkar meðferðir. Greiningaraðferðir eru kynntar. Farið er ítarlega í streituraskanir, kvíðaraskanir, lyndisraskanir og geðklofa. Auk þess eru nemendakynningar (eða ritgerð). Hluti af áfanga fer í að kynna fyrir öðrum nemendum einhverja geðröskun að eigin vali (t.d. átraskanir, persónuleikaraskanir, hugrof, neyslutengdar raskanir og fleira). Einnig er farið í heimsóknir eða gestir með reynslu af geðröskunum annað hvort af eigin raun, sem aðstandandi eða sem meðferðaraðili. Lögð er áhersla á bæði akademísk vinnubrögð (lesa fræðilegan texta) og jarðtengingu með því að kynnast af eigin raun aðstæðum fólks. Þetta er krefjandi áfangi sem er góður undirbúningur undir háskólanám og líka bara lífið sjálft.
    SÁLF2ÞS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu geðraskana, viðhorfa til þeirra og þróun meðferða við þeim
    • geðheilsu og frávikum frá henni. Einnig leiðir til að halda góðri geðheilsu
    • hvernig mismunandi sjónarmið skýra geðraskanir á ólíkan hátt
    • hvernig geðraskanir eru flokkaðar (samkvæmt DSM flokkunarkerfinu og einnig ICD)
    • á einkennum, algengi, batalíkum, og meðferð helstu geðraskana
    • Þekkja hvernig mismunandi sjónarmið beita ólíkum meðferðum og hvaða meðferðir gefa besta árangur við ólíkum röskunum
    • hvenær og hvert er hægt að leita aðstoðar við geðrænum kvillum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja þróun meðferða við geðröskunum
    • átta sig á einkennum algengustu geðraskana
    • þekkja ólíkar meðferðir og að þær virka misvel
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa aukinn skilning á því að allir geta veikst á geði
    • vera umburðarlyndari og líklegri til að vera skilningsríkur frekar en dómharður við sjúklinga
    • getað áttað sig á veikindum fólk í kringum sig og þar af leiðandi komið þeim til aðstoðar ef þörf verður á, eins með eigin veikindi
    • geta greint helstu geðraskanir út frá skriflegum sjúkrasögum eða lýsingum og stungið upp á skynsamlegri meðferð
    • bera kennsl á helstu meðferðir og einnig átta sig á þeim meðferðartilboðum sem eru ólíkleg til árangurs
    • þjálfast í sjálfstæðu námi, lestri fræðigreina á ensku, að skrifa rökstuddar hugleiðingar um efnið og setja fram stuttar en greinargóðar greinargerðir um geðraskanir og eða meðferðir
    • tjá sig munnlega og skriflega um geðraskanir og geðsjúkdóma
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.