Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455809640.59

    Uppeldisfræði
    UPPE3BV05
    9
    uppeldisfræði
    Börn og velferð
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í og læri um ýmsa af þeim erfiðleikum sem börn/unglingar búa við eða geta lent í. Sömuleiðis eiga nemendur að þekkja ýmis einkenni sem börn/unglingar sýna ef þau búa/lifa við ,,óeðlilegar aðstæður“, eins og ofbeldi af einhverju tagi eða einelti, o.fl. Nemendur eiga líka að vita hvert þeir geta leitað eða vísað málum. Einnig eiga nemendur að vita hvaða ástæður geta legið að baki ýmsum erfiðleikum og unnið að forvörnum á þeim sviðum. Nemendur eiga að þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun, ásamt því að takast á við eigin reynslu af vandamálum og greina þau.
    UPPE2UM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum uppeldisskilyrðum barna
    • þeim úrræðum sem eru til staðar í samfélaginu
    • vita hvert þeir geta leitað eða vísað málum. vita hvaða ástæður geta legið að baki ýmsum erfiðleikum og unnið að forvörnum á þeim sviðum
    • vita hvert þeir geta leitað eða vísað málum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr skýrslum, rannsóknum og öðrum áreiðanlegum gögnum sem fjalla um málefni barna
    • lesa í hegðun og framkomu barna m.t.t. hugsanlegra vandamála þeirra
    • þekkja birtingamyndir vanlíðunar hjá börnum og unglingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun, ásamt því að takast á við eigin reynslu af vandamálum og greina þau.
    • leita að gögnum/upplýsingum sem byggja á rannsóknum og eru marktækar
    • greina atferli og hegðun hjá börnum og unglingum með úrræði í huga
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá