Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1455810328.11

    Menningarsaga
    SAGA3MM05
    60
    saga
    Menningarsaga
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Meginviðfangsefni áfangans er menningarsaga í þeirri mynd sem vísar til lifnaðarhátta og lífstíls almennings, á veraldlegu eða andlegu sviði. Athygli beinist annars vegar að íslenskri menningu í þessum skilningi og samanburði og tengslum hennar við umheiminn, allt frá tíma hins „gamla samfélags“ 19. aldar til hinnar fjölþjóðlegu menningar á síðari hluta 20. aldar.
    SAGA1ÞM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim þætti menningarsögunnar sem lýtur að lifnaðrháttum almennings
    • megininþáttum hinnar hversdagslegu lífsbaráttu almennings í „gamla samfélaginu“
    • áhrifum atvinnu- tækni- samgöngubyltingar á hið fábreytta samfélag á Íslandi
    • nývæðingu og alþjóðavæðingu íslensks samfélags
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kanna aðgengilegar frumheimildir um almenna lifnaðarhætti og menningu fyrri tíðar
    • rýna í heimildir á borð við endurminningar, ljósmyndir, landakort og myndlist
    • kanna einstök menningarsöguleg viðfangsefni upp á eigin spýtur
    • rekja samhengi almennrar söguþróunar og menningarlegrar framvindu
    • fjalla um sögulegt efni á skipulegan hátt og ræða það við samferðafólk sitt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir óhlutbundnum viðfangsefnum á borð við tíðaranda og menningu
    • gera sér grein fyrir breytileika þessara viðfangsefna milli menningarheima
    • geta horft fordómalaust til framandi menningarsamfélaga á borð við íslenskt samfélag fyrri tíðar
    • geta fjallað á hlutlægan hátt um þessi efni í stuttum ritsmíðum með fræðilegu sniði
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá