Ýmis bókmenntaþemu tekin fyrir - breytilegt eftir önnum
ENSK3ÞE05
118
enska
Þemaáfangi í bókmenntum
Samþykkt af skóla
3
5
Í áfanganum eru tekin fyrir mismunandi þemu úr heimi bókmenntanna. Sem dæmi má nefna leikrit Shakespeare, ævintýraheimur Tolkiens, Indíánabókmenntir, glæpasögur, smásögur nýja heimsins, o.fl. Lesin verða verk eftir höfunda sem tengjast hverju þema og kynntar helstu skilgreiningar á viðkomandi bókmenntahefð. Nemendur vinna ýmis verkefni úr völdum bókum, gera kynningar og skrifa lokaritgerð. Unnið er bæði í hópum og á einstaklingsgrundvelli.
Unnið er út frá ákveðnum þemum og verkefnum. Unnið er út frá stigi C1 – C2 skv. Evrópsku tungumálamöppunni.
ENSK2SO05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu einkennum þeirrar bókmenntahefðar sem unnið er með í áfanganum
helstu hugtökum í bókmenntafræði
orðaforða sem tengist námsefninu og gerir nemanda kleift að tileinka sér hann við úrvinnslu verkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa sér til ánægju og upplýsingar bókmenntatexta og greiningar á því efni sem er til umfjöllunar
vinna sjálfstætt að verkefnum bæði á einstaklingsgrundvelli og í hópum
tjá sig hnökralaust um efni áfangans í ræðu og riti
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér fyrirlestra og umræður um efni áfangans
greina helstu einkenni þeirrar bókmenntahefðar sem unnið er með í áfanganum
leggja gagnrýnið mat á texta
beita málinu til að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum um efni tengt áfanganum
flytja vel uppbyggða frásögn eða kynningu, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt
beita rithefðum sem eiga við í textasmíð
tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita stílbrögðum
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.