Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455880095.87

  Framhaldsáfangi í eðlisfræði
  EÐLI3EF05
  54
  eðlisfræði
  Framhaldsáfangi í eðlisfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Fjallað er um hreyfifræði í tveimur víddum, einfalda hringhreyfingu, þyngdarkrafta og þyngdarsvið. Einnig er fjallað um einfaldar jafnstraumsrásir, stærðfræðilega lýsingu á hreinni sveiflu og bylgjur á ás og í fleti.
  EÐLI2EN05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hreyfifræði í plani
  • þyngdarlögmáli Newtons
  • tengslum krafta og hringhreyfingar og sveifluhreyfingar og stærðfræðilegri lýsingu á þeim
  • lögmáli Ohm‘s og lýsingu á spennu og straumi í einföldum jafnstraumsrásum
  • samliðun bylgna á ási og í plani og staðbylgjum á ási
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa einföld verkefni og reikninga í aflfræði og bylgjufræði
  • tengja einfaldar jafnstraumsrásir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leysa einföld verkefni sem fela í sér mælingar og athuganir á hreyfingu hluta í fleti, sveifluhreyfingu, bylgjuhreyfingu og aflfræðilegum fyrirbærum s.s. þyngdarsviði og geta greint frá helstu niðurstöðum athugana sinna í stuttri skýrslu
  • reikna og mæla straum og spennu í einföldum jafnstraumsrásum út frá gefnum forsendum
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá