Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1455883181.11

  Almenn jarðfræði, grunnáfangi fyrir náttúrufræðibraut
  JARF2JA05
  4
  Jarðfræði
  Jarðfræði – almenn jarðfræði, grunnáfangi fyrir náttúrufræðibraut
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Fjallað er um grundvallaratriði flekakenningarinnar og sögu hennar . Sérstaklega er fjallað um eldvirkni og jarðskjálftavirkni í heiminum og rannsóknir á sviði eldfjallafræði og jarðskjálftafræði. Áhersla er lögð á að tengja virkni jarðar við landafræði heimsins með sérstaka áherslu á Ísland og jarðfræðilega virkni þar. Kynning á landmótun og þeim greinum jarðfræðinnar sem fjalla um útræn öfl.
  Hæfnieinkunn C i náttúrufræði úr grunnskóla
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallaratriðum flekakenningarinnar um hreyfingu jarðskorpufleka og virkni á flekamörkum
  • þekkja skilgreiningu á heitum reitum
  • þekkja helstu höfunda kenninga um rek meginlanda og hafsbotnsins
  • jarðfræði Íslands í ljósi flekareks og virkni á heitum reit
  • helstu þáttum landmótunar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • staðsetja jarðfræðilega virk svæði á landakorti út frá flekamörkum
  • leggja mat á fréttir af jarðfræðilegri virkni, svosem jarðskjálftum og eldvirkni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa út úr landslagi hvaða jarðfræðilegu ferli hafi átt mestan þátt í að móta ásýnd þess
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.