náttúrufræði fyrir opna stúdentsbraut og félagsfræðabraut
Samþykkt af skóla
1
5
Líffræði sem vísindagrein og vinnubrögðum lýst. Fjallað er um myndun alheimsins, efnisins og sólkerfisins. Hvernig efnið og hið dauða umhverfi lífsins myndaðist, og varð síðan lifandi. Sameiginleg einkenni lífvera. Frumukenningin og frumugerðir. Uppruni íslenska lífríkisins. Helstu hópar lífvera með áherslu á algengar íslenskar tegundir. Erfðaefnið, bygging þess, erfðafræði og þróun. Vistfræði og vistkerfi. Umfjöllun um umhverfismál fléttað inn í.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hverig talið er að alheimurinn, efnið, sólkerfið og jörðin hafi myndast
helstu kenningum um upphaf lífs
muninum á lifandi og dauðum fyrirbærum
frumukenningunni, byggingu og starfsemi dreifkjarna og heilkjarna frumna
hugmyndum um hvernig lífríki Íslands varð til
flokkun lífvera
grunnatriðum í erfðafræði, sameindalíffræði og vistfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera greinarmun á vísindalegri og óvísindalegri þekkingu
flokka algengar lífverur í viðeigandi flokkunareiningar
búa til einföld smásjársýni og skoða þau
greina helstu hlutverk lífvera í vistkerfum og mikilvægi þeirra
rekja einföld arfmynstur fyrir ríkjandi og víkjandi eiginleika
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á umhverfi sínu, úr hverju það er gert og að gerðir þeirra geta haft ýmis áhrif á það
uppplifa umhverfi sitt á auðugri hátt
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá