Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1456149404.75

    Þýska 1
    ÞÝSK1BÞ05
    85
    þýska
    Byrjendaáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er byrjunaráfangi og er áhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins og fái innsýn í menningu og staðhætti í þýskumælandi löndum. Nemendur fá þjálfun í færniþáttunum fjórum: tali, ritun, hlustun og lestri. Þeir byggja upp orðaforða með lestri stuttra texta, læra að kynna sig og aðra, segja frá áhugamálum sínum, fjölskyldu sinni og sínu nánasta umhverfi í einföldu máli í ræðu og riti. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum, að þeir tileinki sér árangursríka námstækni og þjálfist í að meta framvindu sína í námi. Unnið er með grunnkennslubók sem tekur mið af evrópska tungumálarammanum ásamt ítarefni. Áfanginn er á hæfniþrepi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • nokkrum grundvallarþáttum þýska málkerfisins
    • helstu framburðarreglum og tónfalli
    • þýskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þeirra
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja einföldum fyrirmælum á þýsku og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist honum, fjölskyldu hans, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni, vinum og daglegu lífi með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, fylla út einföld eyðublöð, skrifa póstkort/stutt bréf o.þ.h.
    • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
    • nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
    • skilja megininntak einfaldra texta
    • geta metið eigið vinnuframlag, framfarir og kunnáttu í faginu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá