Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1456149546.03

  Þýska 3, Hlustun og ritun, lestur og munnleg tjáning, saga og menning
  ÞÝSK1HL05
  86
  þýska
  hlustun, lestur, tal og ritun
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Kröfur áfangans samsvara hæfniþrepi B1 Evrópska tungumálarammans. Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Áfram er unnið með alla færniþættina en áhersla á munnlega tjáningu verður í forgrunni. Textar verða lengri og þyngri, unnið verður með ákveðin þemu og fjölbreyttari textaform en í fyrri áföngum, kvikmyndir og hlustunarefni. Orðaforði eykst og nokkur ný málfræðiatriði verða kynnt til sögunnar. Áfram er unnið að því að kynna nemendum menningu, mannlíf og staðhætti þýskumælandi landa og þá sérstaklega sögu Þýskalands (skiptingu og sameiningu Þýskalands). Lesnir verða textar um þetta þema og unnið með kvikmynd. Með umfjöllun sem þessari reynir verulega á vinnubrögð nemenda. Kröfur eru gerðar um sjálfstæð vinnubrögð, t.d. við lestur og úrlausn verkefna, notkun orðabóka, internetsins og smáforrita.
  ÞÝSK1AU05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
  • ólíkum textagerðum, s.s. smásögum, rauntextum, kvikmyndum og hlustunarefni
  • grundvallarþáttum þýska málkerfisins
  • framburðarreglum og tónfalli
  • mannlífi og menningu þýskumælandi landa, sögu Þýskalands og fengið innsýn inn í það sem er efst á baugi hverju sinni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjölmiðlum og myndmiðlum þegar fjallað er um afmörkuð efni
  • afla sér hagnýtra upplýsinga
  • taka þátt í samræðum um afmörkuð undirbúin efni og um efni sem hafa verið til umfjöllunar hverju sinni
  • segja frá á skýran hátt í nútíð og liðinni tíð, halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita framburði og málnotkun á sem réttastan hátt
  • skrifa styttri samfelldan texta, t.d. samantekt um kvikmynd eða ýmsa texta og tjá eigin skoðanir
  • nota upplýsingatækni og hjálpargögn, t.d. orðabækur, internetið og smáforrit við ritun texta og úrlausn ýmissa verkefna
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur kynnt sér og tjá eigin skoðanir og færa rök fyrir þeim
  • tjá sig á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum og leysa úr málum sem upp geta komið
  • tileinka sér aðalatriði í samtölum og frásögnum
  • tileinka sér efni mismunandi texta og geta dregið ályktanir
  • geta metið eigið vinnuframlag og vinnuframlag annarra
  • tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá