Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1456153461.25

  Bókmenntir fyrri alda
  ÍSLE3BF05
  140
  íslenska
  bókmenntir fyrri alda
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Í áfanganum er viðfangsefnið bókmenntasaga og bókmenntir fyrri alda; Eddukvæði, Íslendingasögur, lærdóms- og upplýsingaröld. Áframhaldandi þjálfun nemenda í ritun og sköpun.
  ÍSLE2HB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • gildi íslenskra miðaldabókmennta fyrir menningu nútímans
  • hugmyndaheimi norrænna manna eins og hann kemur fram í bókmenntunum
  • orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
  • öllum helstu bókmenntahugtökum, mismunandi tegundum bókmennta og tímabilum í íslenskum bókmenntum fyrri alda
  • ritgerðarsmíð og heimildavinnu
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • túlka efni bókmenntatexta
  • koma efni frá sér á greinagóðan hátt, skriflega og munnlega
  • finna eigin veruleika stoð í veruleika bókmenntanna
  • lesa sér til gagns og gamans texta frá fyrri öldum
  • beita bragfræðireglum
  • nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
  • beita innsæi og ímyndunarafli í ræðu og riti
  • flytja vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni
  • skilja lykilhugtök og greina mismunandi sjónarmið
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skrifa skýran og vel uppbyggðan texta
  • vera skapandi í skrifum sínum
  • beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
  • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • kynna eigin sjónarmið og tjá rökstudda afstöðu í umræðu
  • setja fram skoðanir sínar og virða skoðanir annarra
  • skilja menningu ólíkra tíma
  • túlka dýpri merkingu texta og færa rök fyrir máli sínu
  • þroska bókmenntasmekk sinn og lesa sér til ánægju
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá