Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1456154766.4

  Eðlisfræði III, framhaldsáfangi fyrir náttúrufræðibraut
  EÐLI3RL05
  55
  eðlisfræði
  Eðlisfræði III, framhaldsáfangi fyrir náttúrufræðibraut
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Fjallað er um rafsegulfræði og einfaldar riðstraumsrásir. Einnig er stutt kynning á ljósröfun og bylgjueiginleikum agna. Jöfnur Maxwells kynntar.
  EÐLI3EF05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • rafsviði og útreikningum á kraftverkan á hleðslu í einföldu rafsviði
  • rafspennu og merkingu jarðtengingar í rafrásum
  • rýmd og tengingu þétta í rafrás
  • tengslum segulsviðs og rafstraums
  • tvíeðli ljóss og bylgjueiginleikum massaagna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa einföld verkefni og gera útreikninga í rafsegulfræði
  • tengja einfaldar riðstraumsrásir
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • leysa einföld verkefni sem fela í sér mælingar og athuganir á rafsviði, riðstraumi, fasviki og verkan íhluta í riðstraumsrás og geta greint frá helstu niðurstöðum athugana sinna í stuttri skýrslu
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá