Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegu hússtjórnarkerfi og búnaði sem samþykktur er af KNX samtökunum. Farið er uppbyggingu á KNX hússtjórnarkerfi ásamt skipulagi teikninga og annara tæknilegra skjala til undirbúnings hönnunar og forritunar á búnaði.
Farið er í virkni einstakra íhluta KNX kerfis og forritunarskrár sóttar á heimasíðu framleiðenda ásamt tæknilegum skjölum til að forrita búnaðinn. Búnaður er settur upp í ETS forriti þar sem parametrar eru stilltir og búnaður tengdur saman á viðeigandi hátt. Nemendur tengja búnaðinn ásamt því að hlaða niður forritun og virkja búnað. Farið er í virkni einstakra íhluta og þeir tengdir og forritaðir þannig að nemendur fái þjálfun í að vinna sjálfstætt við uppsetningu og virkjun búnaðar og séu færir um að leiðbeina öðrum um notkun þess. Nemendur tengja saman KNX, DALI og Funk-bus við lausnir verkefna. Farið er í birtu og hitastýringar þar sem áhersla er lögð á viðveru í rýmum og orkusparnað.
Að nemandi hafi öðlast færni í almennum raflögnum, sé fær um að tengja búnað og geti lesið raflagnateikningar og önnur tæknileg skjöl.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu möguleikum forritanlegra hússtjórnarkerfa.
Íhlutum hússtjórnarkerfa og vera fær um að tengja og virkja búnaðinn.
Möguleikum á samtengingu mismunandi hússtjórnarkerfa við lausn verkefna.
Frágangi tæknilegra skjala og teikninga.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skipuleggja og ganga frá skjölum ásamt lagnateikningum hússtjórnarkerfa.
Tengja og ganga frá búnaði.
Forrita og virkja búnað.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Ráðleggja verkkaupa um uppbyggingu á KNX forritanlegu hússtjórnarkerfi og útskýra virkni einstakra íhluta við lausnir verkefna.
Blanda saman KNX, DALI og Funk-bus hússtjórnarkerfi við lausnir verkefna. Forrita búnað þar sem lögð er áhersla á orkusparnað í upphitun rýma og birtustýringar.
Verkefnavinna, hönnun, teikningar og tenging búnaðar ásamt lokaprófi í forritun.