Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1456412925.81

  Stýri og fjöðrun
  BVSF2SF03
  6
  Stýri - fjöðrun
  Stýri, fjöðrun, framvagn
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  AV
  Farið yfir hugtökin kraftur og þyngd, eðli þeirra og áhrif í akstri ökutækja. Skoðaður ýmis stýrisbúnaður og íhlutir, þ.e. stýrisvélar og stýrisliðir og farið yfir kröfur um ástand. Farið yfir aðferðir við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagni, vinnubrögð við viðgerðir og meðhöndlun búnaðar og íhluta. Upprifjun á frágangi skrúffestinga. Heilir ásar og sjálfstæð fjöðrun: gormar, blaðfjaðrir, vindustangir, loft- og vökvafjöðrun og höggdeyfar. Farið yfir grunnatriði hjólastillinga. Áhersluatriði í kennslu: hættur af umgengni við öryggis- og verndarbúnað með sprengihleðslu, s.s. púða í stýri og almenna ábyrgð viðgerðarmanna vegna umferðaröryggis. vönduð vinna, fagleg vinnubrögð og nákvæmni. Mikilvægi þess að allar festingar og splitti séu rétt frágengin. Gera grein fyrir þeirri hættu sem skapast af lélegum vinnubrögðum. Slysahætta við vinnu undir ökutæki og akstursöryggi eftir viðgerð.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu íhlutum stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar
  • kröfum til stýris-, fjöðrunar- og hjólabúnaðar í reglugerð um gerð og búnað ökutækja
  • helstu hugtökum er varða hjólastillingar
  • aðferðum við mat á ástandi búnaðar og íhluta í framvagn
  • reglum um frágang skrúffestinga
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka stýris- og fjöðrunarbúnað í sundur
  • skipta um slitna eða skemmda hluti í stýris- og fjöðrunarbúnaði
  • setja saman stýris- og fjöðrunarbúnað og gera viðeigandi stillingar
  • lýsa afleiðingum þess ef beitt er röngum vinnubrögðum
  • lýsa afleiðingum þess ef hjólabúnaður að framan er vanstilltur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lýsa þeim kröftum sem virka á ökutæki í akstri
  • gera grein fyrir hlutverki stýris- fjöðrunar- og hjólbúnaðar og virkni einstakra íhluta og búnaðarins í heild
  • meta ástand algengs stýris- og fjöðrunarbúnaðar, þ.m.t. hjóla og hjólbarða
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.