Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1456663546.47

  Efnisfræði ökutækja
  BVEF2EB05
  3
  Efnisfræði í bifvélavirkjun
  Efnis- og eðlisfræði bíliðngreina
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  AV
  Í áfanganum er lagður grunnur að þekkingu nemenda á eðlisfræðilegum lögmálum í tengslum við sérnám þeirra í bíliðngreinum. Fjallað er um hin þrjú lögmál Newtons, tregðu, kraft og heildarkraft. Fjallað er um þverkraft, núningskraft og núningsstuðul, massa og þyngd, vinnu, afl, hreyfiorku, stöðuorku, varðveislu orkunnar, varma, nýtni véla og jafngildi massa og orku. Ennfremur er farið í þrýsting í vökva og lofti samkvæmt reglu Pascals og uppdrif samkvæmt lögmáli Arkimedesar. Fjallað er um helstu efni sem notuð eru í viðhaldi/viðgerðum ökutækja, svo sem smurolíur, smurefni, eldsneyti, kælimiðla, sýrur og þéttiefni, gerð þeirra og eiginleika. Einnig málma og fjölliður (plast og gúmmí). Megináhersla er lögð á að nemendur læri örugga meðferð og umgengni (við) um efnin, góða nýtingu þeirra og hvernig farga skuli efnum.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • SI einingakerfinu og afleiddum stærðum þess
  • fyrsta, öðru og þriðja lögmáli Newtons
  • reglu Pascals um þrýsting í vökva
  • lögmáli Arkimedesar um uppdrif
  • helstu orkuformum og breytingu eins orkuforms í annað
  • helstu efnum sem notuð eru í og við ökutæki
  • gerðum og eiginleikum fastra, fljótandi og loftkenndra efna sem tengjast ökutækjum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • leysa verkefni um varðveislu orkunnar m.a. um breytingu stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma
  • reikna nýtni vélar út frá gefnum forsendum
  • nota reglu Pascals og lögmál um þrýsting í vökva til að útskýra hvernig loftvogir og vökvalyftur vinna og geti reiknað út einföld dæmi um þrýsting í vökva
  • nota lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta
  • meðhöndla efni til förgunar
  • meðhöndla hættuleg efni
  • teikna og reikna út kraftamyndir á skáfleti
  • reikna núningskraft út frá núningsstuðli
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra mismuninn á massa hlutar og þyngd hans
  • lýsa hlutverki, eiginleikum og meðhöndlun efna
  • lýsa meðferð og umgengni (við) um efni
  • lýsa hvernig skuli farga efnum
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.