Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1456664533.22

    Véltrésmíði 2
    TRÉS2NT04
    2
    trésmíði
    líkamsbeiting, notkun trésmíðavéla, öryggisbúnaður
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    AV
    Áfanginn er framhald áfangans TRÉS1AB01, þar sem byggt er ofan á þann grunn sem nemendur hafa þegar öðlast. Í áfanganum er lögð áhersla á flóknari vélar eins og fræsara, tappaskurðarvél, spónsög, límingarpressu, pússivél, dílaborvél og kantlímingarvél. Farið er yfir notkunarmöguleika vélanna ásamt skilgreiningu á öryggisbúnaði og hjálpartækjum við notkun einstakra véla, líkamsbeitingu og öryggisatriði, val á verkfærum í tiltekin verk og hvernig skipt er um verkfæri í vélunum. Lögð er áhersla á notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Í áfanganum öðlast nemandi færni í véltrésmíði sem líkastri vinnu á trésmíðaverkstæðum í atvinnulífinu ásamt vitneskju um ábyrgð sína í umgengni við vélar og að takast ekki á við vélvinnslu án fullnægjandi undirbúnings, hjálpar– og öryggisbúnaðar. Kennsla í áfanganum byggir á innlögn frá kennara þar sem hann sýnir og útskýrir grunnatriði við notkun og öryggisatriði algengustu trésmíðavéla. Að öðru leiti er áfanginn verklegur þar sem nemendur fá þjálfun í notkun vélanna. Áfanginn er ætlaður nemendum í húsa– og húsgagnasmíði.
    TRÉS1AB01
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og notkun algengustu trésmíðavéla
    • öryggiskröfum sem gerðar eru við vinnu við trésmíðavélar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota trésmíðavélar við vinnu á gegnheilum viði og plötum á öruggan hátt
    • ganga um trésmíðaverkstæði sem vinnustað
    • velja bitverkfæri við hæfi
    • framkvæma ýmsar gerðir trésamsetninga
    • reikna efnismagn og nýtingu
    • efna niður plötuefni með tilliti til nýtingar
    • nota persónuhlífar við verkstæðisvinnu
    • nota öryggishlífar á trésmíðavélum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með gegnheilan við og plötur í trésmíðavélum
    • nýta efni á sem hagstæðastan hátt
    • leysa af hendi algengar samsetningar á plötuefni
    • gera sér grein fyrir því hvaða hættur eru fyrir hendi við vélavinnu og bregðast við þeim á réttan hátt
    • vera ábyrgur við notkun og umgengni við trésmíðavélar
    • starfa á trésmíðaverkstæði
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en fylgja þarf þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.