Í áfanganum eru kenningar áhrifaríkustu heimspekinga í vestrænni heimspekisögu reifaðar og rökræddar. Áhersla er lögð á siðfræði og stjórnspeki. Tengsl heimspekinnar við önnur fræðasvið eru skoðuð og rædd. Sérstök áhersla er lögð á að flétta saman heimspeki við daglegt líf og persónulega reynslu nemenda. Nemendur eru þjálfaðir í gagnrýninni hugsun, skoðanaskiptum, virkri hlustun og lestri frumtexta.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kenningum áhrifaríkustu heimspekinga í vestrænni heimspekisögu
helstu hugtökum heimspekinnar
áhrifaríkustu kenningum siðfræðinnar og stjórnspekinnar
tengslum heimspekinnar við önnur fræðasvið
undirgreinum heimspekinnar
áhrifum heimspekinnar á hugmyndir okkar og hugsun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
rökræða með virkri hlustun og eigin tjáningu
átta sig á góðum og slæmum rökum
tjá sig í ræðu og riti á skipulegan og gagnrýninn hátt um heimspekileg málefni
túlka heimspekikenningar á skapandi hátt
lesa heimspekitexta
spyrja og svara heimspekilegum spurningum
tengja heimspeki við persónulega reynslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita skipulegum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna
vera gagnrýninn og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu
taka upplýstar ákvarðanir í siðferðilegum málefnum
sjá hvernig ríkjandi hugmyndafræði hefur áhrif á skoðanir og stöðu fólks í samfélaginu
átta sig á hvernig hann hefur áhrif á umhverfið í kringum sig
geta á gagnrýninn hátt greint góðar og slæmar röksemdafærslur í ræðu og riti
tjá sig í ræðu og riti á gagnrýninn og skapandi hátt við mismunandi aðstæður
byggja upp jákvæða og uppbyggilega félags- og samskiptahæfni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá