Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1457523467.12

  Hjólað eða gengið í skólann
  ÍÞRÓ1HJ01
  136
  íþróttir
  Hjólað í skólann
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í þessum íþróttaáfanga býðst nemendum að fá íþróttaeiningu fyrir það að koma sér í og úr skóla fyrir eigin vélarafli, s.s. gangandi, hjólandi eða á hjólabretti. Markmiðið er að efla heilsu nemenda um leið og stuðlað er að minni mengun í borginni af völdum bifreiða.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • göngu- eða hjólastígakerfi í nærumhverfi sínu
  • áhrifum hreyfingar á heilsu, líkamlega sem andlega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • finna hentugar göngu- eða hjólaleiðir til og frá skóla
  • nota hugbúnað snjallsíma eða annarra smátölva til að mæla göngu- eða hjólaferðir sínar
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nota eigin hreyfingu til samgangna og heilsubótar fyrir sjálfan sig og umhverfi sitt
  Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.