Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457524836.77

    Fjallganga og útivera
    ÍÞRÓ1ÚF02
    137
    íþróttir
    gönguferðir á fjöll, hreyfing, útivist
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Markmið námsins er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu og andlega og félagslega líðan. Kennslan byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan hans með iðkun íþrótta. Jákvæð upplifun íþróttaiðkunar leggur grunn að heilsusamlegum lífsstíl nemenda. Markmiðin skal aðlaga almennu skólastarfi. Stefnt er að því að nemendur fræðist um líkamsrækt, heilsuvernd og næringu og læri leiðir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi útivistar og hreyfingar fyrir heilsu og líðan
    • almennum búnaði og öryggistækjum til lengri gönguferða á fjöllum
    • verkefnum sem snúa að skipulagningu og undirbúningi fjallaferða
    • öflun og framsetningu upplýsinga af internetinu og öðrum miðlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja og geta tekið þátt í fjallgöngum
    • útbúa sig eftir aðstæðum hverju sinni
    • nota helstu öryggistæki og útbúnað til fjallaferða og í lengri göngum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • stunda flallgöngur og lengri gönguferðir sér til heilsubótar og ánægju
    • miðla þekkingu sinni um heilsusamleg áhrif útivistar og fjallamennsku til annara á jákvæðan hátt
    • vera meðvitaður um umhverfi sitt og læri að njóta þess
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.