Fjallað er um grunnatriði heimsfræðinnar svo sem hugmyndir um Miklahvell og jaðar alheimsins. Fjallað er um fjarlægðarmælingar í alheiminum. Einnig er fjallað um þekkt fyrirbæri í alheimi, vetrarbrautarhópa og vetrarbrautir og þróun þeirra sem og sólkerfin er mynda vetrarbrautir. Fjallað verður um hugmyndir um hulduefni, svarthol og nifteindastjörnur. Megin áhersla verður á umfjöllun um sólkerfið okkar og rannsóknir á því.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum heimsfræðinnar s.s. rauðviki, jaðri alheimsins og Miklahvelli
flokkun vetrarbrauta og þróun þeirra
hugmyndum um myndun og þróun sólkerfisins og þekkja helstu þekktu kennileiti sólkerfisins
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
velja viðeigandi mælistikur til að mæla vaxandi fjarlægðir í alheiminum
þekkja helstu stjörnumerki sem sjást á næturhimninum frá Íslandi
greina innbyrðis afstöðu jarðar, tungls og sólar af stöðu tunglsins á næturhimninum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lýsa helstu kennileitum sem sjást á næturhimninum frá Íslandi
geta fjallað um helstu aðferðir sem notaðar eru við fjarlægðarmælingar í alheiminum
geta lýst sólkerfinu samkvæmt ríkjandi hugmyndum um gerð þess
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá