Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457714413.3

    Hugtök, aðferðafræði og helstu undirgreinar
    LAND2HA05
    11
    landafræði
    Hugtök, aðferðafræði og helstu undirgreinar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um grunnatriði kortavarpana og sögu kortagerðar í heiminum. Einnig er fjallað um túlkun hæðarlína á landakortum og lestur einfaldra landakorta. Fjallað er um hugmyndir um uppruna og þróun mannsins og mannfjöldaspár, útbreiðslu tungumála, trúarbragða og menningaráhrifa. Þá er fjallað um landbúnað og gróðurbelti jarðar, iðnað og viðskipti. Fjallað er um skipulagsmál og samgöngur og þróun þeirra. Loks er fjallað um landafræði Íslands, helstu þéttbýlisstaði, fjallvegi, fjöll, vötn, ár, firði og fleiri kennileiti með áherslu á Vesturland.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunndvallarhugtökum sem notuð eru við kortavarpanir s.s. mælikvarða og skekkjur
    • áhrifum neyslusamfélagsins á viðskipti og helstu framleiðslugreinar
    • mannfjöldaspám og kenningum um líklega þróun mannfjölda á jörðinni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • túlka umfjöllun um mannfjöldaþróun og breytingar á atvinnuháttum og viðskiptum á heimsvísu
    • túlka einföld landakort
    • staðsetja þekkt kennileiti og helstu þéttbýlisstaði á Íslandi á korti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta megindrætti landslags og einkenni merktra leiða á einföldum landakortum
    • taka þátt í umræðum um gróðurfar í heiminum og samfélög manna víða um heim
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá