Í áfanganum er unnið með alla færniþætti tungumálsins: skilning (á skrifuðu og töluðu máli), tjáningu (í samskiptum og frásögn) og ritun, þar sem tekið er mið af A2 í Evrópska tungumálarammanum.
Áhersla er lögð á að nemendur kynnist sem fjölbreytilegustum hliðum dansks samfélags.
Hæfnieinkunn C úr grunnskóla
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
einföldum orðaforða sem tengist nánasta umhverfi þeirra og áhugasviðum
fjölbreytilegum hliðum dansks samfélags
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa aðgengilega rauntexta og bókmenntatexta, sem höfða til ungs fólks
skilja skýrt talað mál
tjá sig munnlega og skriflega um efni sem þeir hafa kynnt sér
notfæra sér helstu hjálpargögn við tungumálanámið
tileinka sér ábyrg vinnubrögð
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér helstu upplýsingar aðgengilegra rauntexta
greina aðalatriði bókmenntatexta við hæfi ungs fólks
skilja einfalt daglegt mál
geta tekið þátt í samræðum um efni sem þeir þekkja til
notfæra sér helstu hjálpargögn við ritun
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá