Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457945041.87

    Fornámsáfangi í dönsku
    DANS1FO05
    42
    danska
    fornám
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er unnið með alla færniþætti tungumálsins: skilning á skrifuðu og töluðu máli, tjáningu í samskiptum og frásögn og ritun, þar sem tekið er mið af A1 í Evrópska tungumálarammanum. Áhersla er lögð á að nemendur átti sig á undirstöðuatriðum talaðrar og ritaðrar dönsku.
    Hæfnieinkunn D úr grunnskóla
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnorðaforða, sem tengist persónulegum aðstæðum þeirra, fjölskyldu og nánasta umhverfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa stutta texta, sem tengjast kunnuglegum málefnum
    • skilja einfalt talað mál, þegar talað er hægt
    • tjá sig munnlega og skriflega um atriði er snerta þá sjálfa
    • notfæra sér orðasöfn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér einfaldar og hagnýtar upplýsingar úr stuttum textum
    • nýta sér þekkingu sína og leikni til skilnings á einföldu og hægu töluðu máli
    • geta sagt frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni
    • geta ritað stuttan texta með einföldum setningum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.