Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1457945560.83

    Menning, samfélag
    DANS3MS05
    20
    danska
    menning, samfélag
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið með alla færniþætti tungumálsins: skilning (á skrifuðu og töluðu máli), tjáningu (í samskiptum og frásögn) og ritun í samræmi við B2-C1 í Evrópska tungumálarammanum. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir sérkennum dönskunnar, kynnist menningu Dana og samfélagi og geti notað málið í félagslegum og daglegum tilgangi. Áfanganum er einnig ætlað að undirbúa nemendur fyrir nám í Danmörku.
    DANS2BF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreytilegum orðaforða sem tengist félagslegum og daglegum samskiptum
    • efni fjölmiðla og sérhæfðari fag- og bókmenntatextum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sem fjölbreytilegustu gerðir texta
    • skilja talað mál sem tengist menningu og samfélagi
    • tjá sig munnlega og skriflega um félagsleg og fagleg málefni
    • leita sér sérhæfðra upplýsinga við tungumálanámið
    • meta eigin vinnubrögð sem og samnemenda sinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér helstu upplýsingar sérhæfðra rauntexta
    • greina inntak menningar- og samfélagstengds efnis
    • skilja talað mál við sérhæfðar aðstæður
    • geta tjáð sig skýrt í ræðu um ólík sjónarmið
    • geta ritað texta með greinagóðum röksemdafærslum
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.