Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458037911.52

    Spænska 1
    SPÆN1SA05
    70
    spænska
    stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Nemendum er kynnt tungumálið, þeir byggja upp grunnorðaforða sinn og læra helstu framburðarreglur. Einnig læra þeir að búa til einfaldar setningar þannig að þeir geti tjá sig um sjálfa sig, áhugamál sín, fjölskyldu sína og nánasta umhverfi. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að hlusta, endurtaka, lesa upphátt og æfa framburð. Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í viðkomandi kafla, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Í hverjum kafla er sagt frá menningu, sögu og siðum frá Spáni og Rómönsku Ameríku. Á meðan á kennslu stendur fá nemendur ýmiskonar verkefni og í lok hvers kafla eru nemendur látnir gera verkefni úr lesbók, vinnubók, verkefni kennara og gagnvirkar æfingar. Notast er við glærur, myndskeið, talað mál og tónlist, internet, gagnvirkar æfingar og kannanir. Áfanginn er á hæfniþrepi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • almennum orðaforða í samræmi við hæfniviðmið áfangans
    • • nokkrum helstu grundvallarþáttum málkerfisins
    • • menningu, samskiptavenjum og siðum í spænskumælandi löndum
    • • uppbyggingu einfaldra texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
    • • taka þátt í einföldum samræðum
    • • skrifa einfaldan texta um þekkt efni eða áhugasvið
    • • beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti
    • • nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • gefa og skilja einfaldar upplýsingar í rituðu og mæltu máli
    • • skilja meginatriði einfaldra texta
    • • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir
    • • takast á við einfaldar aðstæður í almennum samskiptum
    • • tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins
    • • geta metið eigið vinnuframlag og stöðu
    • • geta nýtt upplýsingatækni við námið
    • • geta tekið ábyrgð á eigin námi
    Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Leiðsagnarmat/Símat