Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1458038035.58

  Spænska 2
  SPÆN1SB05
  71
  spænska
  Spænska framhaldsáfangi
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  Haldið er áfram að byggja upp orðaforða og að auka enn frekar getu nemenda í framburði, tali og ritun, þannig að nemandi geti tjáð sig munnlega og skriflega um athafnir daglegs lífs, líðan sína og um skoðanir sínar og geti tekið þátt í samtölum. Nemendur læra að byggja flóknari setningar, unnið er með flóknari texta og haldið er áfram að þjálfa meginatriði málfræðinnar. Til glöggvunar á málfræði og setningagerð, lesa nemendur samtöl í viðkomandi kafla, gera skriflegar og gagnvirkar æfingar og verkefni. Orðaforði, tal og hlustun eru þjálfuð með því að lesa, hlusta og endurtaka hljóðæfingar. Í lok hvers kafla eru nemendur látnir gera verkefni úr lesbók og vinnubók. Við námið er notast við glærur, myndskeið, talað mál og tónlist, Internetið, samvinnuverkefni, gagnvirkar æfingar ásamt munnlegum, skriflegum og gagnvirkum könnunum. Áfanginn er á hæfniþrepi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  SPÆN1SA05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • • orðaforða sem tengist efni áfangans
  • • völdum atriðum í menningu Spánar og Rómönsku Ameríku
  • • völdum grundvallarþáttum í uppbyggingu spænska málkerfisins
  • • textum sem fjalla um efni sem tengist námsefni áfangans eða undanfara hans
  • • ýmsum leiðbeiningum í talmáli sem tengjast námsefni áfangans
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • • skilja talað mál um efni sem tengist námsefni áfangans þegar talað er skýrt og áheyrilega
  • • lesa texta sem tengist námsefni áfangans
  • • taka þátt í einföldum samskiptum og tjá sig um efni sem nemandinn þekkir
  • • segja frá efni sem tengist námsefni áfangans
  • • skrifa einfaldan texta sem tengist námsefni áfangans
  • • nýta sér upplýsingatækni eða önnur hjálpargögn við tungumálanám sitt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • • lesa texta og greinar, ef fjallað er um efni sem er nemandanum kunnuglegt
  • • geta gefið helstu upplýsingar um sjálfa/n sig og aðra
  • • svara spurningum ef spurt er um málefni sem tengjast námsefni áfangans
  • • skrifa um málefni sem tengjast námsefni áfangans
  • • ná helstu upplýsingum úr töluðu máli, ef talað er um málefni sem honum eru kunnugleg
  • • meta eigið vinnuframlag og annarra
  Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Leiðsagnarmat/Símat