Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458038144.96

    Spænska 3
    SPÆN1SC05
    72
    spænska
    Spænska framhald
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa nú þegar tileinkað sér. Unnið er að færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og ný málfræðiatriði eru æfð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Fléttað er inn í kennsluna upplýsingum um menningu og staðhætti spænskumælandi landa. Áhersla er lögð á frumkvæði nemenda og að þeir fylgist með framvindu náms síns og framförum í samræmi við evrópska tungumálarammann. Nemendur notast við les- og vinnubækur, gera hlustunar- og munnlegar æfingar. Nemendur vinna ýmis verkefni (munnleg eða skrifleg) með og án hjálpar upplýsingatækni. Verkefnin eru ýmist einstaklings- eða hópverkefni og áhersla lögð á frumkvæði og sköpun. nemendur látnir gera verkefni úr lesbók og vinnubók. Við námið er notast við glærur, myndskeið, talað mál og tónlist, Internetið, samvinnuverkefni, gagnvirkar æfingar ásamt munnlegum, skriflegum og gagnvirkum könnunum. Áfanginn er á hæfniþrepi A2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
    SPÆN1SB05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
    • • völdum grundvallarþáttum í uppbyggingu spænska málkerfisins
    • • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem spænska er töluð sem móðurmál og þekki helstu samskiptavenjur
    • • ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • • skilja talað mál um kunnugleg efni, fylgja almennum munnlegum fyrirmælum og greina helstu aðalatriði þegar fjallað er um afmörkuð efni
    • • lesa margskonar texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • • taka þátt í og tjá sig í samræðum um fyrirfram ákveðið efni sem hann hefur þekkingu og áhuga á
    • skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir
    • • nota upplýsingatækni og hjálpargögn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • • ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum
    • • tjá sig munnlega eða skriflega á einfaldan hátt við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum
    • • tileinka sér aðalatriðin í frásögnum í fjöl- og myndmiðlum
    • • fjalla um atburði, ímyndaða og raunverulega
    • • tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins og geta metið eigið vinnuframlag og annarra
    • • nota upplýsingatækni og vefmiðla við námið
    • • beita ímyndunaraflinu í skapandi verkefnavinnu
    • • sýna ábyrgð á eigin námsframvindu
    Leitast er við að hafa námsmat sem fjölbreyttast til þess að sýna rétta mynd af þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Leiðsagnarmat/Símat