Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458053189.65

    Lesin stærðfræði á öðru námsári á náttúrufræðideild 1: Hornaföll, markgildi og diffurreikningur
    STÆR2DF07(L)
    153
    stærðfræði
    deildun, föll, markgildi
    Samþykkt af skóla
    2
    7
    L
    Hornaföll, hornafallajöfnur og -ójöfnur. Samsett og andhverf föll. Vísis- og lograföll. Markgildi, samfelld og diffranleg föll. Óeiginleg markgildi og aðfellur. Ferilteikningar.
    STÆR2AH06 og STÆR2AH07(L)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hornaföllum, hornafallareglum og þríhyrningareikningum
    • samsettum og andhverfum föllum
    • ræðum veldum
    • vísis- og lograföllum og helstu eiginleikum þeirra
    • eiginlegum og óeiginlegum markgildum
    • samfelldni og diffranleika falla
    • undirstöðuatriðum ferilteikninga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að beita hornaföllum við þríhyrningareikninga
    • að umrita með hornafallareglum
    • að leysa hornafallajöfnur og -ójöfnur bæði með reikningum og myndrænt
    • að finna andhverfu falla og setja saman föll
    • að beita veldareglum og meðhöndla rætur og ræða veldisvísa
    • að greina helstu eiginleika vísis- og lografalla og leysa dæmi um hagnýtingu þeirra
    • að leysa vísis- og lograjöfnur og -ójöfnur
    • að reikna markgildi og leiða út markgildi einfaldra falla út frá skilgreiningum með epsilon og delta
    • að greina samfelldni falla
    • að beita reglum um samfelld föll
    • að finna diffurkvóta og afleiður falla og rita jöfnu snertla
    • að teikna ferla falla með því að finna halla, útgildi, aðfellur og skurðpunkta við ása
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega
    • sýna góð vinnubrögð í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu
    • útskýra skipulega aðferðir við lausnir margvíslegra verkefna með vísun í reglur
    • öðlast aukið læsi á mál stærðfræðinnar
    • greina hvenær röksemdafærsla getur talist fullnægjandi sönnun og geta byggt upp sannanir
    • búa yfir gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn verkefna
    • gera greinarmun á nauðsynlegum og nægjanlegum skilyrðum fyrir lausn verkefna
    reglubundnum skriflegum æfingum reglubundnum heimadæmum frammistöðu nemandans í tímum og vinnubrögðum við heimanám skriflegum og munnlegum misserisprófum