Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458129460.9

    Kinesioplástrar
    KINE2KP04
    1
    Kinesioplástrar
    Kinesiología, kinesioplástrar, vöðvapróf
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Nemendur kynnast undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologíu. Kennt er að nota vöðvaprófanir til að meta styrk í beinagrindarvöðvum og virkni í orkubrautum. Ójafnvægi er leiðrétt með þrýstipunktum og kinesioplástri beitt til meðhöndlunar. Fjallað er um virkni plástranna og ýmsar leiðir til að leggja þá á húð.
    INNU2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • undirstöðuatriðum hagnýtrar kinesiologíu
    • vöðvaprófunum
    • eiginleikum og virkni kinesioplásturs
    • hvenær sérhæfður kinesioplástur kemur helst að gagni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gera vöðvapróf á 44 vöðvum
    • leiðrétta ójafnvægi með þrýstipunktum
    • sníða til og líma kinesioplástur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta styrk vöðva með vöðvaprófunum og leiðrétta jafnvægi með þrýstipunktum
    • meðhöndla mein með kinesioplástri
    • útskýra virkni kinesioplástranna fyrir hugsanlegum skjólstæðingum
    • beita meðferð með kinesioplástri við meðhöndlun íþróttafólks
    Verklegt próf, vinnuframlag, kynning, leiðsagnarmat