Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458132521.27

    Vefjalosunartækni
    VEFL3VT05
    2
    Vefjalosun
    Vefjalosun, djúpvefjanudd, triggerpunktar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Vefjalosun (myofacial release) snýst um losun og lengingu í bandvef. Kennd er tækni sem gerir meðferðaraðilum kleift að vinna á áhrifaríkan hátt á dýpri vefjalögum. Triggerpunktar og vefjalosunarvinna eru útskýrð og þær aðferðir notaðar til að meðhöndla mein eða svæði sem eru viðfangsefni nuddara. Nemendur læra að meðhöndla algeng mein og verki, s.s. höfuðverk, hálsstífleika eða mjóbaksverki.
    KLNU3NT07
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • bandvef líkamans og vöðvafelli (fasíu)
    • kenningum varðandi triggerpunkta í líkamanum
    • sögulegri þróun triggerpunktameðferðar
    • meðferðarforsendum vefjalosunar
    • leiðniverkjum
    • vöðvaspólum og sinaskynjurum (golgi tendon organ)
    • blóðþurrð í vefjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita djúpvefjanuddi
    • nota triggerpunktakort til að finna upptök leiðniverkja
    • teygja á bandvef með vefjalosunartækni
    • skynja slökun í bandvef við þrýsting eða tog
    • beita líkama sínum á áhrifaríkan hátt við að veita djúpt nudd með lágmarks áreynslu
    • nota triggerpunktameðferð á leiðniverkjasvæðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita vefjalosun á verkjasvæðum
    • vinna í gagnvirku samspili við vefi
    • útskýra leiðniverki og geta rakið sig frá einkennum til róta verkja
    • meta hvenær þörf er á samstarfi við aðra fagaðila að lausn vandamála, s.s. við lækna, kírópraktora eða sjúkraþjálfa
    • greina frábendingar vefjalosunarvinnu
    Skriflegt próf, verklegt próf, sjálfsmat, vinnuframlag