Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458567324.15

    Rafmagnsfræði 3 fyrir vélstjóra
    RAMV2SR05(AV)
    2
    Rafmagnsfræði
    riðstraumsvélar, segulliðar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    AV
    Nemendur öðlast fullnægjandi þekkingu á rafkerfum skipa með allt að 750 kW aðalvél til að þeir geti gegnt stöðu yfirvélstjóra og tileinkað sér upplýsingar með lestri teikninga af rafkerfi slíkra skipa. Sérstök áhersla er lögð á tengingar riðstraumsvéla og fylgibúnaðar þeirra í gegnum rofabúnað og rafeindabúnað, s.s. mjúkræsi og tíðnibreyti auk þess sem veitt er þjálfun í framkvæmd bilanaleitar með mælitækjum.
    RAMV2MJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu og hlutverki segulrofa og grunntengingum hans
    • gerð, uppbyggingu og vinnumáta þriggja fasa riðstraumsrafala og mótora
    • samfösun riðstraumsrafala
    • tengingum og varnarbúnaði mótora og rafala
    • ræsibúnaði rafmótora með Y/D ræsi og mjúkræsi
    • hraðastjórnun riðstraumsmótors og tengingu við net
    • mismunandi möguleikum til hraðastýringa þriggja fasa riðstraumsmótora
    • virkni og uppbyggingu einfasa riðstraumsmótora og notkunarsvið þeirra
    • uppbyggingu riðstraumstöflu í skipum, búnaði og skilyrðum til samfösunar þriggja fasa rafala við raforkunet
    • raflagnateikningum lítill skipa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna út afl, tap og nýtni í ein- og þriggja fasa mótorum og rafölum
    • nota hefðbundinn samfösunarbúnað við samfösun
    • velja og stilla varbúnað fyrir rafmótora
    • lesa út úr einföldum raflagnateikningum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja og stilla riðabreyta
    • tengja þriggja fasa mótor rétt miðað við spennu (D/Y)
    • fasa rafala inn á net og deila raun- og launálagi
    • finna bilun í riðstraumsmótor, fasarof eða útleiðslu
    • tengja þriggja- og einfasa skammhlaupsmótora við net
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.