Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1458575497.48

  aðstoð og umönnun
  ASUM2UA05
  3
  Aðstoð og umönnun
  Umönnun og aðhlynning
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Í þessum áfanga munu nemendur læra helstu atriði er varða líkamlega umönnun og aðhlynningu einstaklinga með skerta sjálfsbjargargetu. Nemendur fá fræðslu og þjálfun í að nota einföld hjúkrunartæki og hjálpar- og stoðtæki. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi sýkingavarna við umönnunarstörf. Algengir sjúkdómar, svo sem smitsjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og krabbamein eru kynntir og nemendur kynnast almannatryggingarkerfinu og reglum er varða aðgengi. Nemendur fá innsýn í skipulag heimaþjónustu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig sjálfsbjargargeta fólks er metin.
  • hvernig á að aðstoða og túlka óskir einstaklinga við grundvallarathafnir daglegs lífs.
  • notkun algengra hjúkrunartækja.
  • notkun hjálpar- og stoðtækja.
  • mikilvægi sýkingavarna.
  • umhirðu húðar og legusáravörnum.
  • tannburstun og mötun.
  • aðstoð við blinda og sjónskerta.
  • aðstoð við heyrnarskerta og daufblinda.
  • almannatryggingum.
  • aðgengi og ferlimálum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta sjálfsbjargargetu fólks.
  • aðstoða einstaklinga við grundvallarathafnir daglegs lífs.
  • nota algeng hjálpar- og stoðtæki.
  • sinna eftirliti með þvagleka, bleyjunotkun og þvagpoka.
  • aðstoða einstaklinga við munnumhirðu og að matast.
  • aðstoða fólk með heyrnar- og sjónskerðingar.
  • skoða aðgengi að byggingum.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • greina þarfir og meta sjálfsbjargargetu fólks sem metið er með umræðum og verkefnum.
  • skoða og bera saman aðgengi fatlaðs fólks.
  • framkvæma aðgerðir eins og að mæla hita og tæma þvagpoka sem metið er með verkefnum og umræðum.
  • aðstoða einstakling við notkun á hjálpar-og/eða stoðtækjum sem hægt er að meta með verklegum og skriflegum æfingum.
  • aðstoða einstakling við húðumhirðu sem metið er með verklegum og skriflegum æfingum.
  • aðstoða einstaklinga með heyrnar- og sjónskerðingu. Metið með verklegum æfingum og öðrum verkefnum.
  • annast einstaklinga með mismunandi sjúkdóma og bregðast við aðstæðum sem geta komið upp við umönnun þeirra. Metið með umræðum, verkefnum og leiðsagnamati.
  • aðstoða fólk við að leita sér upplýsinga um réttindi sín. Metið með verklegum æfingum og öðrum verkefnum.
  • skoða og bera saman aðgengi fatlaðs fólks.
  Í áfanganum verður stuðst við fjölbreyttar námsmatsaðferðir og áhersla lögð á leiðsagnarmat. Nemendur vinna ýmiss konar verkefni sem metin verða, s.s. einstaklingsverkefni, hópverkefni, umræðuverkefni og netverkefni. Þeir taka einnig þátt í verklegum æfingum ásamt því að taka hlutapróf.