Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1458658567.37

  Plötuvinna stálsmiðir 1
  PLÖT2RS05
  4
  Plötuvinna
  Riðfrítt stál
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Að áfanganum loknum geta nemendur beitt helstu vélum og verkfærum sem notuð eru við smíði úr ryðfríu efni. Þeir þekkja helstu efniseiginleika ryðfrís stáls og geta smíðað hluti úr því eftir nákvæmum teikningum. Enn fremur geta nemendur skipulagt vinnu sína m.t.t. krafna um gæði, öryggi og umhverfi.
  PLVG1GR05, HLGS2MI05 (PLV1A05 og MAG1A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mismunandi efnisgerðum ryðfrís stáls og notkunarsviðum þeirra.
  • mismunandi gerðum ryðfrís stáls eftir yfirborði og áferð.
  • hlífðarbúnaði sem við á þegar unnið er með vélum og verkfærum sem notuð eru við smíði úr ryðfríu stáli.
  • öryggisreglum við yfirborðsmeðhöndlun.
  • öryggisreglum við notkun hreinsiefna
  • hlífðarfatnaði og hlífum.
  • grundvallaratriðum varðandi notkun á CNC–stýrðum vélum.
  • áhrif beyginga á stærð smíðisgripa.
  • hinum ýmsu yfirborðsmeðhöndlunum s.s. póleringu, glerblæstri og sýrubæsingu.
  • tækjum og búnaði sem þarf til yfirborðsmeðhöndlunar.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • klippa með hand- og vélklippum 1-5 mm þykkar plötur með 0,5 mm nákvæmni.
  • nota plasmaskurðartæki á öruggan hátt og velja rétta lofttegund og verkfæri við skurð.
  • meta og mæla smíðahluti samkvæmt staðlinum ÍST EN ISO 13920.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • umgangast ryðfrítt stál þannig að efni fari ekki til spillis.
  • velja efni úr efnisrekka með hliðsjón af gefnum forsendum um gerð og þykkt.
  • velja beygjuklossa og stilla beygjuvélar m.t.t. efnisþykktar.
  • stilla keflisvalsa með hliðsjón af efnisþykkt og útfæra völsunarvinnu á plötum og prófílum.
  • smíða eftir nákvæmum vinnuteikningum smíðagripi úr 5 –12 mm plötujárni og prófílum og nota til þess algengustu vélar til plötuvinnu, s.s. vals, beyguvél og plötu- og prófílklippur.
  • skipuleggja vinnu sína m.t.t. krafna um hagkvæmni, gæði, öryggi og umhverfi.
  Áhersla á verkefnavinnu og skýrslugerð. Kostir leiðsagnarmats eru nýttir.