Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458658763.18

    Iðnreikningur 1
    IÐNA2EL05
    2
    Iðnreikningur
    Eðlisfræðilegt lögmál
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lagður grunnur að þekkingu nemenda á eðlisfræðilegum lögmálum. Fjallað er um þrjú lögmál Newtons: tregðu, kraft og heildarkraft. Fjallað er um þverkraft, núningskraft og núningsstuðul, massa og þyngd, vinnu, afl, hreyfiorku, stöðuorku, varðveislu orkunnar, varma, nýtni véla og jafngildi massa og orku. Ennfremur er farið í þrýsting í vökva og lofti samkvæmt reglu Pascals og uppdrif samkvæmt lögmáli Arkimedesar.
    STÆR1AG05 (STÆ1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • SI einingakerfinu og afleiddum stærðum þess.
    • fyrsta, öðru og þriðja lögmáli Newtons.
    • reglu Pascals um þrýsting í vökva.
    • lögmáli Arkimedesar um uppdrif.
    • hels• reikniaðferðum sem beitt er í iðnaði.tu orkuformum og breytingu eins orkuforms í annað.
    • reikniaðferðum sem beitt er í iðnaði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leysa verkefni um varðveislu orkunnar, m.a. um breytingu stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma.
    • reikna nýtni vélar út frá gefnum forsendum.
    • nota reglu Pascals og lögmál um þrýsting í vökva til að útskýra hvernig loftvogir og vökvalyftur vinna og geta reiknað út einföld dæmi um þrýsting í vökva.
    • nota lögmál Arkimedesar til að reikna út uppdrif hluta.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna og reikna út kraftamyndir á skáfleti sem er metið með skriflegum æfingum og prófum.
    • reikna núningskraft út frá núningsstuðli sem er metið með verkefnum og prófum.
    • útskýra mismuninn á massa hlutar og þyngd hans sem er metið með verkefnum og prófum.
    • reikna krafta, kraftvægi og hlutföll við gefnar aðstæður.
    Verklegt mat: nemandinn sýnir þekkingu sína og hæfni með því að lýsa SI kerfinu, lögmáli Newtons og Arkimedesar og reglu Pascals með því að tiltaka og sýna dæmi. Skriflegt mat: nemandinn leysir próf þar sem reiknaðar eru stærðir varðandi massa og þyngd, vinnu, afl, hreyfiorku, stöðuorku, varðveislu orkunnar, varma, nýtni véla og þrýsting í vökva og lofti.