Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1458736287.58

    Vinnustaðanám
    VAPÓ2VN15
    5
    Vinnustaðanám
    VAPÓ
    Samþykkt af skóla
    2
    15
    Nemandi fer í sex vikna vinnustaðanám á viðurkenndum starfsnámsstað. Hann skal kynnast markmiðum, áætlunum, skipulagi og daglegum störfum á vettvangi. Einnig skal hann kynnast starfslýsingum ásamt þeim lögum og reglugerðum sem starfslýsing byggist á. Nemandi skráir pælingarbók um verkefni áfangans og gerir skýrslu um reynslu sína og viðfangsefni. Í upphafi tímabilsins fær hann kynningu á starfseminni og smám saman verður hann þátttakandi eftir því sem aðstæður leyfa. Jafnhliða námi á vinnustað sækir nemandi vikulega bóklega tíma í skóla þar sem fjallað er um tengingar á milli fræða og fags, t.d. mikilvægi góðra samskipta og hvað einkennir góðan starfsmann, siðareglur eru kynntar ásamt mismunandi starfslýsingum.
    Gert er ráð fyrir að nemandi hafi lokið minnst einu ári (minnst 40 ein/67 fein) á námssviði sínu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi störfum innan fagsins.
    • mikilvægi starfslýsinga.
    • réttindum og skyldum sem starfinu fylgja.
    • daglegum verkefnum viðkomandi vinnustaða.
    • mikilvægi skipulags starfs, t.d. dagskipulagi.
    • mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu starfsfólks.
    • mikilvægi virðingar fyrir samstarfsfólki og skjólstæðingum.
    • mismunandi viðhorfum fólks til lífsgæða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina starfslýsingar og gildi þeirra.
    • meta gildi reglna og reglugerða sem tengjast starfinu.
    • sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin á viðkomandi vinnustað.
    • lesa og skilja dagskipulag vinnustaða.
    • virða trúnað og þagnarskyldu.
    • bera virðingu fyrir öðrum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna einföld störf á sínum starfsvettvangi sem metið er með dagbók og umræðum í skóla og handleiðsluviðtölum á vinnustað.
    • vinna afmörkuð störf eftir starfslýsingu sem metið er með dagbók og umræðum í skóla og handleiðsluviðtölum á vinnustað.
    • vinna eftir reglum vinnustaðarins sem metið er með dagbókarskrifum og umræðum.
    • leysa þau verkefni sem honum eru falin af ábyrgð og samviskusemi sem metið er með handleiðsluviðtölum á vinnustað.
    • vinna samkvæmt dagskipulagi vinnustaða sem metið er með dagbókum og handleiðsluviðtölum á vinnustað.
    • virða trúnað og þagnarskyldu í starfi sem metið er með umræðum og verkefnum.
    • sýna fólki virðingu á vinnustaðnum sem metið er með handleiðsluviðtölum á vinnustað.
    • skilja og virða mismunandi viðhorf fólks til lífsgæða sem metið er með rökræðum í málstofu og verkefnum.
    Ferilbók, pælingabók, skýrslur, verkefni, kynningar og leiðsagnarmat. Einnig byggist námsmatið á umsögn vinnustaðanámskennara. Einnig er byggt á umsögn vinnustaðanámskennara á starfsstað sem tekur nema í handleiðsluviðtöl til mats og leiðbeiningar á starfsvettvangi.