Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1458736366.48

  Vinnustaðanám framhald
  VAPÓ3FR05
  5
  Vinnustaðanám
  VSNM
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Nemandi fer í sex vikna vinnustaðanám á viðurkenndum starfsnámsstað. Gert er ráð fyrir að vinnustaðanámið fari fram á einum stað til að tryggja að nemandinn kynnist starfinu vel og hafi náð faglegri hæfni í viðkomandi starfi. Nemandi fær þjálfun í að vinna eftir markmiðum, áætlunum og skipulagi viðkomandi starfsstaðar og reynslu í að vinna samkvæmt viðeigandi starfslýsingu. Hann fær þjálfun í að vinna markvisst og sjálfstætt eftir verkáætlun ásamt því að búa sjálfur til dagsáætlun. Gert er ráð fyrir að hann fái að taka þátt í þverfaglegri teymisvinnu vegna skipulags deildar/vinnueiningar og/eða vegna einstaklingsmála. Jafnhliða vinnustaðnámi sækir nemandi vikulega bóklega tíma í skóla þar sem fjallað er um tengingar á milli fræða og fags, þ.e. fagmennsku, siðareglur, starfslýsingar og fleira.
  VAPÓ2VN15
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • fagmennsku viðkomandi starfa.
  • mikilvægi siðareglna í starfi.
  • tengingu fræða og fags.
  • gildi skipulagðra vinnubragða.
  • mikilvægi skammtíma og langtíma verkáætlana.
  • mikilvægi góðs starfsanda og samskipta á vinnustað.
  • mikilvægi þess að skrá upplýsingar og gera skýrslur.
  • lagalegum og siðferðislegum reglum sem gilda um meðferð persónuupplýsinga.
  • störfum annarra starfstétta sem vinna að svipuðum stöfum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita fagmennsku í starfi.
  • skipuleggja starf sitt og setja fram verkáætlanir.
  • skilja og túlka siðareglur.
  • yfirfæra fræðilega þekkingu úr bóklegu námi á starfsvettvang.
  • starfa með öðrum og taka þátt í teymisvinnu.
  • virða trúnaðarskjöl og persónulegar upplýsingar.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera ábyrgð á afmörkuðum verkefnum sem metið er af vinnustaðanámskennara í handleiðsluviðtali.
  • beita fagmennsku í starfi sem metið er af vinnustaðanámskennara í handleiðsluviðtali.
  • beita í hvívetna siðareglum í daglegum störfum sem metið er af vinnustaðanámskennara í handleiðsluviðtali og með skriflegum verkefnum.
  • vinna faglega á grundvelli fræðilegrar þekkingar sem metið er í málstofu með jafningjamati og verkefnum.
  • vinna skipulega samkvæmt verkáætlunum sem metið er með viðtali og verkefnum.
  • sýna virkni og frumkvæði í hópa- og teymisvinnu sem metið er af vinnustaðanámskennara í handleiðsluviðtali.
  • vinna að ýmsum skráningum sem tengjast starfinu og skýrslugerð sem metið er með viðtali og verkefnum.
  • meðhöndla af ábyrgð trúnaðarskjöl og persónulegar upplýsingar sem metið er með viðtali og verkefnum.
  Ferilbók, pælingabók, kynning á mismunandi vettvangi starfsins, leiðsagnarmat og önnur verkefni. Einnig er byggt á umsögn vinnustaðanámskennara á starfsstað sem tekur nema í handleiðsluviðtöl til mats og leiðbeiningar á starfsvettvangi. Ferilbók notuð til að halda utan um framvindu og afurð vinnustaðanámsins.