Í áfanganum er fjallað um sögu knattspyrnunnar frá upphafi til dagsins í dag með sérstakri áherslu á HM, Evrópukeppnina, Meistaradeildina og enska boltann. Einnig verða önnur efni eins og Álfukeppnin, íslenski boltinn og kvennabolti tekinn fyrir eftir áhugasviði hvers og eins. Þá verður saga knattspyrnunnar skoðuð í ljósi tengsla við almenna þróun mannkynssögunnar. Áfanginn byggist á samvinnu kennara og nemenda og lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og að þeir geti miðlað þekkingu sinni á skapandi og faglegan hátt.
SAGA2NÖ05 (SAG2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu knattspyrnunnar frá upphafi til dagsins í dag.
helstu landsliðum, félagsliðum og einstaklingum sem koma við sögu.
þróun knattspyrnunnar í tengslum við aðrar samfélagsbreytingar í sögunni.
mikilvægi gagnrýnnar hugsunar.
fjölbreytileikla heimilda.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
styðjast við heimildir og meta áreiðanleika og gildi ólíkra heimilda.
skoða viðfangsefnið út frá mismunandi sjónarhornum.
miðla efni á fjölbreyttan og skapandi hátt.
vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp.
meta eigið framlag og annarra með jafningjamati.
lesa og skilja fjölbreyttan texta bæði á íslensku og erlendum málum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
miðla efninu á munnlegan og skriflegan hátt.
meta sögu knattspyrnunnar frá upphafi til dagsins í dag sem metið er með ritgerðum og verkefnum.
vinna sjálfstætt og með öðrum að munnlegum og skriflegum verkefnum.
meta eigin vinnu og annarra á uppbyggilegan hátt sem metið er með umræðum.
leggja rökstutt mat á ólíkar heimildir sem metið er með ritgerðum og öðrum verkefnum.
Námsmat byggist á ritgerðum, verkefnavinnu nemenda, munnlegum verkefnum, ástundun og virkni í tímum.