Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459345719.24

    Teygni og verðmyndun
    REKH3TV05
    3
    Rekstrarhagfræði
    Teygni og verðmyndun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað er um hagkvæmasta val framleiðsluþátta, framleiðslu- og kostnaðarföll, framlegðarútreikninga og útreikninga á hagkvæmustu framleiðslusamsetningu, framboð, eftirspurn, nytjaföll, teygni og verðmyndun við mismunandi markaðsform. Stór hluti áfangans felst í stærðfræðilegri greiningu á rekstrarhagfræðilegum úrlausnarefnum. Áhersla er lögð á stærðfræðilega nálgun og notkun línurita til að leysa rekstrarhagfræðileg viðfangsefni, svo sem kostnað, tekjumyndun og jafnvægi í rekstri fyrirtækja. Nemendur eru m.a. þjálfaðir í að beita deildun við hámörkun hagnaðar.
    REKH2GS05 og 5 ein í stærðfræði á 2.þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • notkun línurita til að skýra samband tveggja framleiðsluþátta, svo sem véla og manna, samband verðs og magns, samband kostnaðar og tekna við framleiðslu á vörum
    • mikilvægi framboðs og eftirspurnar til að viðhalda jafnvægi í framleiðslu og neyslu
    • helstu kostnaðarhugtökum, tekjum og afkomu fyrirtækja
    • jaðartekjum og jaðarkostnaði
    • tengsl jaðartekna, eftirspurnar og heildartekna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina og reikna fastan og breytilegan kostnað, tekjur, framlegð og rekstrarjafnvægi
    • greina milli einokunar, fákeppni, verðleiðsagnar, einkasölusamkeppni og fullkominnar samkeppni á markaði
    • reikna verðteygni eftirspurnar og framboðs, tekjuteygni og verðvíxlteygni
    • teikna línurit
    • nota einfalda deildun til að finna hámörkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig um stöðu fyrirtækja á markaði með því að nota línurit
    • finna hagkvæmasta magn og eftir atvikum verð við mismunandi samkeppnisform
    • finna hagkvæmustu framleiðslusamsetningu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.