Áfanginn er fyrir nemendur á öðrum brautum en raunvísindabraut.
Fjallað verður um grunnatriði efnafræðinnar, þannig að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu efna, helstu einkennum þeirra og hvað gerist við efnahvörf. Fjallað verður um efni sem skipta máli í daglegu lífi, t..d inn á heimilum, orkuefni, náttúruleg efni og mengunarefni. Fjallað verður almennt um orku sem felst í efnahvörfum og nýtingu orkulosunar í samfélaginu. Áhersla verður lögð á tilraunir og verkefni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu atómsins
flokkun efna, hambreytingum, aðgreiningu efna og leysni
lotukerfinu
formúlum efna og heitum, efnahvörfum, ritun efnajafna og stilling þeirra
tengingu efnahvarfa og orku
lofthjúpnum, náttúrulegum efnum og mengandi sem koma þar við sögu
vatnsbúskap, náttúrulegum efnum og mengandi sem koma þar við sögu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna með upplýsingar um öreindir atóms
flokka efni og skrifa jöfnur fyrir hambreytingar
nýta upplýsingar úr lotukerfinu
stilla efnajöfnur
greina á milli lífrænna og ólífrænna efna
greina á milli hinna ólíku orkugjafa og afhverju þeir gefi orku
greina á milli hinna ólíku mengunarvalda í lofti og legi
skilgreina hin ýmsu efni, sem snerta daglegt líf
nýta sér upplýsingar um efnafræðileg tengd málefni og vinna úr þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér grunnþekkingu á byggingu atóma og efnis, til almenns skilning í efnafræði
gera sér grein fyrir efnum í umhverfi sínu, bæði náttúruleg og af mannavöldum
sýna skilning á mikilvægi sjálbærni þegar kemur að orkunýtingu mannsins
vera ábyrgur í notkun efna á heimilum og í daglegu lífi
vinna með upplýsingar og setja þær fram á skilmerkilegan hátt
beita skapandi hugsun og sýnt frumkvæði við lausn verkefna
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.