Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459415488.45

    Almenn jarðfræði
    JARÐ1AJ05
    9
    jarðfræði
    almenn jarðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er fyrir nemendur á öðrum brautum en raunvísindabraut. Fjallað er um kortagerð, innri gerð jarðar, flekakenninguna, myndun Íslands og jarðhita. Einnig er fjallað um eldgos og jarðskjálfta og afleiðingar þeirra. Útrænum öflum og landmótun þeirra er gerð nokkuð góð skil. Ýmsir þættir úr staðfræði Íslands og nærumhverfinu teknir fyrir. Áhersla er á að nemendur öðlist breiða þekkingu á jarðfræði Íslands og þeim öflum sem móta landið.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu atriðum korta og kortagerðar
    • lengdar- og breiddarbaugum og áttum
    • innri gerð jarðar, landreki, flekamörkum, möttulstrókum og sérstöðu Íslands
    • myndun Íslands
    • grunnvatni, neysluvatni og heitu vatni
    • hvar jarðhita er að finna á Íslandi og helstu einkennum hans
    • þeim innrænu og útrænu öflum sem eru að verki á Íslandi og ummerkjum þeirra
    • helstu gerðum eldfjalla á Íslandi
    • jarðskjálftabylgjum og stærð jarðskjálfta
    • afleiðingum eldgosa og jarðskjálfta, bæði náttúrufræðilega og félagsfræðilega
    • hringrás bergs og fjórum helstu bergtegundum jarðar
    • hvað er að sjá á helstu ferðamannastöðum landsins
    • þeim öflum sem hafa mótað og myndað nærumhverfi skólans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa kort, bæði staðfræði- og þemakort
    • finna raunverulegar vegalengdir út frá mælikvarða korta
    • teikna þversnið út frá hæðarlínum
    • finna fullnaðarstaðsetningu fyrirbæra
    • greina ummerki innrænna og útrænna afla við landmótun
    • staðsetja helstu náttúrufyrirbæri á Íslandi og tengja náttúrufarslega þætti við staðsetninguna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja undirstöðuþætti jarðfræðinnar við umhverfi sitt og fjallað á rökrænan hátt um mikilvægi og notagildi í daglegu lífi
    • lesa einfaldan jarðfræðitexta og skilja fréttir í daglegu lífi af jarðfræðilegum fyrirbrigðum
    • lesa á kort og nýta sér þau
    • skilja mikilvægi þess að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu
    • gera sér grein fyrir afleiðingum eldgosa, jarðskjálfta og annarra náttúruhamfara
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.