Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1459503332.1

    Jarð- og umhverfisfræði
    UMHV2OF05
    14
    umhverfisfræði
    jarð- og umhverfisfræði fyrir opna stúdentsbraut og félagsfræðabraut
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað er um kenningar um myndun sólkerfisins og jarðarinnar. Fjallað er um árstíðir og sjávarföll. Einnig er fjallað um flekakenninguna og sögu hennar og jarðfræði íslands í ljósi flekakenningarinnar. Loks er fjallað um valin efni í jarðsögu heimsins og myndun Íslands.
    Hæfnieinkunn C í náttúrufræði úr grunnskóla eða LÍFV1GN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ríkjandi hugmyndum um myndun sólkerfisins úr geimþoku.
    • sjávarföllum og gangi tungls um jörðu og jarðar og tungls um sólu.
    • grundvallaratriði flekakenningarinnar.
    • sögu kenninga um flekarek og jarðskorpuhreyfingar.
    • jarðfræði Íslands í ljósi flekakenningarinnar.
    • myndunarsögu Íslands.
    • áhrif flekareks á ásýnd yfirborðs jarðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja umfjöllun um jarðfræðilega virkni í heiminum.
    • ráða í sjávarföll og árstíðarbundnar sveiflur s.s. lengd dags og nætur og árstíðir.
    • staðsetja virkar eldstöðvar á Íslands á korti og ráða í líkleg áhrif jarðfræðilegar virkni á Íslandi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • ráða í landslagsheildir á Íslandi og geta gert sér mynd af mótun landslags þar.
    • lesa úr flóðatöflum.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá